Víðsjá

Biðin eftir Godot, köttur mús og greind, og tónlistarlegt samhengi

Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri, var einn þeirra heppnu sem fengu upplifa umbyltingu leikhússins í París um miðja síðustu öld. Leikhús fáránleikans hitti hann beint í hjartastað og verk Samuel Beckets gáfu hans kynslóð rödd sem enn talar til okkar. Á sunnudag flytur Leiklestrarfélagið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og það er Sveinn sem stýrir þar einvala liði leikara. Sveinn verður gestur okkar í þætti dagsins, segir okkur frá uppákomu Leiklestrarfélagsins og reyndar frá ýmsu fleiru, árunum í París og leikhúsástríðunni sem er hvergi nærri farin kulna.

Og svo fáum við heimspekivangaveltur frá Freyju Þórsdóttur, sem í dag fjallar um tilhneigingu mannsins til gleyma því sem skiptir hann mestu. Og skoðar í því samhengi ólík hlutverk greindar og visku. Við sögu kemur líka Kafka, köttur og mús.

En við hefjum þáttinn á því tengja aðeins, erlenda tónlist sem bar á góma hér í þættinum fyrr í vikunni við íslenska. Magnús Kjartansson tónlistarmaður segir frá því þegar hann fór í hljóðver á áttunda áratugnum í London og Sandy Denny og Linda Thompson sungu fyrir hann bakraddir.

Frumflutt

13. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,