• 00:03:06Smámunir sem þessir: Helga Soffía Einarsdóttir
  • 00:24:47Þrenna: Einar Guðmundsson

Víðsjá

Smámunir sem þessir, Þrenna frá Ars Longa

Smámunir sem þessir eftir írska rithöfundinn Claire Keegan kom út í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur í síðustu viku. Þetta er fjórða bók höfundarins sem er margverðlaunuð fyrir verk sín. Bókin gerist á Írlandi níunda áratugarins og segir frá kolakaupmanni í smábæ nokkrum þar sem lífið snýst um fjölskylduna, vinnuna, kirkjuna og kannski barinn. Söguhetjan lifir frekar reglubundnu lífi þar til hann fær óvænt innsýn í það sem er raunverulega gerast á bak við luktar dyr klaustursins. Sagan snertir á myrkum blett í sögu Írlands, sögu Magdalenu þvottahúsanna og þeirra 30.000 kvenna sem voru þar læstar inni. Meira um það í þætti dagsins.

Svo sláum við á þráðinn og heyrum í Einari Guðmundssyni rithöfundi sem hefur stundað ritstörf sín í um hálfa öld, mestan part út í Munchen þar sem hann hefur verið búsettur áratugum saman. bók hans er komin út, í þrjúhundruð tölusettum eintökum sem bókaútgáfan Ars Longa gefur út en hún á sér heimilsfesti austur á Djúpavogi, og starfar í nánu samstarfi við Ars Longa samtímalistasafnið. Það er tilraunarkenndur andi yfir þessari bók sem heitir Þrenna en inniheldur eins og nafnið gefur til kynna i raun þrjárbækur, Ár og sprænur - hulda ráðgátan heitir ein, ranimosk heitir önnur og þriðja Litlu sögurnar í hálfa samhenginu. Við hringum til Munchen í þættinum í dag og ræðum við Einar Guðmundsson.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

7. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,