• 00:03:09Danslög Jónasar- Atli Freyr Hjaltason
  • 00:18:2640.000 fet/ rýni Trausta Ólafssonar
  • 00:30:55Félagsland Völu Hauksdóttur

Víðsjá

Félagsland Völu Hauks, Danslög Jónasar og 40.000 fet/rýni

Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur, segir frá útgáfu á Danslögum Jónasar, handriti frá árinu 1864 sem inniheldur 50 danslög skrifuð fyrir fiðlu af Jónasi Helgasyni. Jónas var vinsæll dansundirleikari í Reykjavík á síðari helming 19. aldar og lék víða fyrir dansi. Mögulega hafa einhver danslaga Jónasar lifað nógu lengi til hafa verið leikin í félagsheimilum landsins. Svo ótal margt fer fram í þessum byggingum sem oft á tíðum eru kjarninn í samfélögum landsbyggðarinnar. Þessi félagsheimili eru einmitt rauði þráðurinn í ljóðabók sem kom út í vor, Félagslandi eftir Völu Hauks. Þetta er fyrsta ljóðbók Völu en hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr vör í fyrra. Vala mætir í hljóðstofu, en auk þess rýnir Trausti Ólafsson í leikverkið 40.000 fet, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói fyrir helgi.

Frumflutt

25. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,