Víðsjá

Emiliana Torrini - Svipmynd

Emilíana Torrini fór snemma syngja og spinna upp sögur og segist drifin áfram af forvitni um fólk og fínni blæbrigði í lífinu. Hún ólst upp hjá iðnum foreldrum í Kópavoginum en dvaldi stóran hluta af barnæskunni hjá ömmu á Borgarfirði Eystri og frændfólki í Þýskalandi. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu sextán ára en síðan eru þær orðnar átta og verkefnin fjölmörg og fjölbreytt, meðal annars í samstarfi við nokkrar stórstjörnur tónlistariðnaðarins.

Emilíana segir fullkomnunaráráttuna hafa minnkað með aldrinum, og eftir fertugt hafi hún lært njóta betur og vera bara drullusama. Hún er nýkomin heim úr fimm vikna tónleikaferðalagi, þar sem hún fylgdi eftir nýjustu plötu sinni Miss Flower. Og hún er er gestur Svipmyndar í dag.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,