Víðsjá

Fora Rósu Gísladóttur, dúkristur Ástu Sigurðardóttur

Á þessari sýningu langaði mig leita sjálfri mér, segir Rósa Gísladóttir sem hefur skapað þrjár sýningar í húsi þriggja skúlptúrista á stuttum tíma. Sýninguna Loftskurð í safni Ásmundar Sveinssonar, sýninguna Safn í safni í safni Einars Jónssonar og sýninguna Fora í safni Gerðar Helgadóttur, sem opnar næstkomandi laugardag, 3. júni. Fyrir þessa sýningu ákvað Rósa leita innblásturs á í Róm, borginni sem heillaði hana upp úr skónum árið 1983, og þeim klassísku formum sem þar er finna. Form sem hafa verið leiðarstef í mörgum verka hennar og sem spretta fram á torginu sem rís í Gerðarsafni. Við lítum inn í Gerðarsafn í þætti dagsins og ræðum við þær Rósu Gísladóttur og anna tveggja sýningarstjóra, Hallgerði Hallgrímsdóttur

Dúkristur Ástu Sigurðardóttur verða til sýnis og sölu á nýrri sýningu sem opnar í Gallerí Fold á laugardag og er gerð í samstarfi við afkomendur Ástu Sigurðardóttur. Þau fengu til liðs við sig grafíklistamanninn Guðmund Ármann sem þrykkti 50 eintök af hverri mynd. Um listsköpun Ástu hefur verið mikið fjallað um í gegnum tíðina en minna hefur þó ef til vill farið fyrir myndlistarkonunni Ástu sem var afar fjölhæf listakona. Dúkristurnar birtust fyrst í smásagnasafninu Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns eru svartar í grunninn og rímar það oft vel við efni þeirra sagna sem þær styðja við sem gjarnan hafa tragíska og myrka undirtóna. Við heimsækjum Gallerí Fold í lok þáttar og ræðum um sýninguna við Iðunni Vignisdóttur sýningarstjóra og hringjum einnig í Þóri Jökul Þorsteinsson son Ástu.

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,