• 00:03:23Flækt í Tjarnarbíói
  • 00:18:09Tumi Árnason - tónlistarpistill #1
  • 00:27:34MAGIC í Marvöðu

Víðsjá

Flækt í Tjarnarbíói, Töfrar í Marvöðu og tónlistarpistill Tuma Árnasonar

Í kvöld verður dansverkið Flækt frumsýnt í Tjarnarbíói. Höfundur er hin franska Juliette Louste en leikstjóri er Kara Hergils. Verkið byggir á persónulegri reynslu Juliette, sem þróaði með sér áráttu- og þráhyggjuröskun eftir hafa upplifað áföll í æsku og langa vist á barnageðspítala. Saxófónleikarinn Tumi Árnason ætlar kortleggja tónlistarheiminn með sínu eigin lagi með hálfsmánaðlegum hugleiðingum í haust og leggur upphafslínurnar í þætti dagsins. Í nýjum höfuðstöðvum Marvöðu við Grandagarð verður á laugardag blásið til viðburðar undir yfirskriftinni MAGIC. Þar verða sýnd performatív vídjóverk eftir feminíska frumkvöðla í myndlistarheiminum, þær Joan Jonas og Judy Chicago, ásamt stuttmynd Katrínar Helgu Andrésdóttur, HEX. Við hittum þær Katrínu Helgu, Sóleyju Stefánsdóttur og Arnbjörgu Maríu í Marvöðu í síðari hluta þáttar.

Frumflutt

4. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,