Víðsjá

Gjörningur við Skeiðará, Corpus í Gerðarsafni, arkitektúr og manneskjan

Um liðna helgi var framinn sólarhrings langur gjörningur undir Skeiðarárbrú þar sem 17 eldar voru kveiktir og tugir kílómetra voru gengnir. Listamaðurinn á bak við verkið, Jakob Veigar Sigurðsson, hefur verið búsettur í Vínarborg síðastliðinn áratug en á ættir rekja til Öræfa og mætir í hljóðstofu.

Á morgun opnar í Gerðarsafni umfangsmikil samsýning sem ber titilinn Corpus. Þar rannsakar hópur listamanna samband okkar við líkamann út frá ólíkum sjónarhornum, þá sérstaklega í samhengi við kynþætti, kyngervi og umhverfi. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri Corpus og segir okkur frá sýningunni. Og við tökum upp þráðinn frá því í vor og heyrum í dag pistil úr pistlaröð arkitektsins Óskars Arnórssonar. Pistill dagsins hefur yfirskriftina Arkitektúr og manneskjan.

Frumflutt

19. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,