Við héldum áfram yfirferð okkar um það sem verður á fjölum leikhúsanna í vetur, í síðustu viku var það Borgarleikhúsið, nú er komið að Þjóðleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem er á döfinni á nýhöfnu leikári, en Þjóðleikhúsið á einmitt 75 ára afmæli um þessar mundir.
Dagur rímnalagsins er í dag og við fengum formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar Báru Grímsdóttur til okkar en í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem barnahópar kveða og Rímnafögnuður í kvöld þar sem frumfluttir verða tveir nýjir rímnaflokkar og annar sérstaklega saminn við þetta tækifæri, Kópavogsbragur hinn síðari. Bára Grímsdóttir leyfði okkur að heyra brot úr honum í þættinum.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Sváfnir Sigurðarson, tónskáld, textahöfundur, markaðs- og kynningafulltrúi, en hann er einmitt að gefa út nýja barnabók sem kallast Brandara bíllinn. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað líka frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sváfnir sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Guð leitar að Salóme e. Júlía Margrét Einarsdóttir
Óvæntur ferðafélagi e. Eiríkur Bergmann
Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrímur Helgason
Stundarfró e. Orri Harðar
Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez
Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson
Bjargvætturinn í grasinu e. J.D Salinger
Tónlist í þættinum í dag:
Þjóðsaga / Þrjú á palli (þjóðlag, texti Jónas Árnason)
Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Flóð og fjara / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR