Mannlegi þátturinn

Karlar og krabbamein, vinkill frá Mongólíu og Ragnheiður lesandi vikunnar

Krabbameinsfélagið Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda var stofnað þann 12. febrúar 2007. Tilgangur félagsins er styðja karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra og aðstandendur. Krabbameinsfélagið Framför starfar á landsvísu sem sjálfstætt stuðnings- og áhugamannafélag. í nóvember er verið selja Bláa trefilinn til styrktar félaginu og við fengum þá Stefán Stefánsson framkvæmdastjóra og Guðmund Pál Ásgeirsson formann í spjall í dag.

Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni og vinkill dagsins var þessu sinni víðs fjarri dægurþrasi um stjórnmál, væntanlegar kosningar, möguleg og ómöguleg úrslit þeirra, eldgos og aðrar hamfarir bæði í tíma og rúmi, því austur í Innri Mongólíu eru borgarrústir sem vöktu áhuga Guðjóns. Hvaða fólk byggði staðinn og hvers vegna þarna í miðri eyðimörk? Hvernig stóð á því staðurinn fór í eyði? Og hverjum datt í hug grafa borgina upp úr sandinum?

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur og íslenskufræðingur. Hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir fyrstu bók sína, Blóðmjólk, en er komin út bók eftir hana, Svikaslóð. Við fengum hana til segja okkur aðeins frá þeirri bók, en svo auðvitað aðallega frá þeim bókum sem hún hefur verið lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.

Tónlist í þættinum:

Fönn fönn fönn / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og texti Þórður Árnason)

Ástarorð / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)

Á skíðum skemmti ég mér / Bogomil Font (B.Berg, G. Rucher & H. Meyer, texti Ásta Sigurðardóttir)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,