• 00:05:09Vigdís Hrefna Pálsd. - föstudagsgestur
  • 00:22:06Vigdís Hrefna - seinni hluti
  • 00:37:26Matarspjallið - crepes, kjúlli og brokkolini

Mannlegi þátturinn

Vigdís Hrefna föstudagsgestur og matarspjall um kjúlla, crepes og brokkolini

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Hún hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði og fyrir framan myndavélar og síðast leikur hún aðalhlutverkið, jarðskjálftafræðinginn Önnu í kvikmyndinni Eldarnir, sem byggð er á bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Við spurðum hana út í myndina og hlutverkið og fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á sínum stað. Við ræddum í dag um hvað stendur uppúr hjá okkur matarlega séð eftir sumarið. Sigurlaug talaði um crepe suzette, Gunnar gaf upp dásamlega uppskrift fyrir kjúklingabringur og Guðrún nefndi steikt brokkolini.

Tónlist í þættinum í dag:

Litla stúlkan við hliðið / Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson, 12.september)

Snögglega Baldur / Edda Heiðrún Bachman og Leifur Hauksson (Alan Menken, Howard Ashman, íslenskur texti Megas)

I Threw It All Away - Take 1 / Bob Dylan (Bob Dylan)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

12. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,