Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski er yfirskriftin á árlegri vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem haldin verður á fimmtudag og föstudag á Hótel Nordica. Umfjöllunarefnið er kynheilbrigði frá bensku til fullorðinsára og hvernig hægt er að mæta betur fjölbreyttum taugaþroska barna og skoðuð verður staðan og þjónustan í þessum málaflokki og fleira. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi á Ráðgjafar- og greiningarstöð, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um það sem þarna fer fram.
Hin árlegi Alþjóða hláturdagur verður haldinn 5. maí næstkomandi við þvottalaugarnar í Laugardal með það að markmiði að vekja athygli á hlátri, gæðum hláturs og finna hina barnslegu leikgleði sem svo mörg okkar eiga til að gleyma í alvarleika lífsins. Við ræddum við Finnboga Þorkel Jónsson, hláturjógaleiðbeinanda og eiganda Gleðismiðjunnar, í þættinum. Finnbogi fræddi okkur um sögu hláturjóga og ávinningin og kenndi okkur í beinni útsendingu hlátursláttuvélina, sem er æfing til að koma af stað hlátri.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjallið. Hlýnun jarðar veldur því að tilvikum ókyrrðar fer fjölgandi. Umfjöllun var um málið í BBC um helgina og Einar fræddi okkur um ókyrðina sem hefur aukist með hlýnun loftslagsins.Svo voru það sólskinsmælingar í Reykjavík og fjöldi sólarstunda. Apríl er að ljúka og mars var sérlega sólríkur suðvestanlands. Er aprílsólarmetið í Reykjavík að falla? Svo fór Einar að lokum aðeins yfir veðurspána framundan.
Tónlist í þættinum í dag:
S.O.S. Ást í neyð / Hljómsveit Magnúsar Ingimarsson (Moroder & Holm, texti Ómar Ragnarsson)
Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson)
Build Me Up Buttercup / The Foundations (Mike D'Abo & Tony Macaulay)
Fjórir kátir þrestir / Sigrún Jónsdóttir (erlent lag, texti Jón Sigurðsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR