Mannlegi þátturinn

Staða hinsegin eldra fólks, Anna Bergljót og örsögur ritlistarnema

Í síðustu viku var fundur á vegum norrænu samtakanna NIKK, þar sem fjallað var um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum og hvað væri hægt gera til bæta hana. Á fundinum voru kynntar tvær skýrslur um stöðuna og við fengum Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 og Ragnhildi Sverrisdóttur, sem var fundarstjóri á norræna fundinum til þess segja okkur frá því hvað kom fram í þessum skýrslum og á fundinum um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum.

Í nóvember síðastliðnum fór íslenska jólamyndin Jólamóðir í bíó. Hún er gefin út í nýrri útgáfu fyrir þessi jólin og verður sýnd alveg fram á þrettándann í völdum kvikmyndahúsum víðsvegar um landið. Og af fleiri jólaævintýrum, Ævintýri í Jólaskógi er farið af stað fjórða árið í röð, þar er um ræða vasaljósaleikhús í Guðmundarlundi og alltaf með nýjum sögum í hvert skipti. Og eins og þetta ekki nóg, þá opnaði Jólalundur í Kópavogi við hátíðlega athöfn þar sem fjölskyldum gefst tækifæri á mæta frítt á jólaball, fara í ratleik og fleira skemmtilegt. Anna Bergljót Thorarensen kemur öllum þessum viðburðum og við ræddum við hana í þættinum í dag.

Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Þetta er í tólfta sinn sem þetta er gert, fyrst voru sögurnar 100 orð en svo fækkar orðunum með hverju árinu og eiga sögurnar því vera nákvæmlega 89 orð hver og þemað í ár er Órói. Við heyrðum höfundana sjálfa lesa þriðja og síðasta hluta þessara örsagna í þættinum í dag. Höfundarnir voru í dag Karólína Rós Ólafsdóttir, Katrín Mixa, Guðrún Friðriks, Valgerður Ólafsdóttir, Birgitta Björk Bergsdóttir, Áslaug Ýr Hjartardóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Svala Jónsdóttir.

Tónlist í þættinum í dag:

Jólin eru dásamleg / Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð (Guðmundur Jónsson)

The girls from Grindavik / Matti Kallio (Matti Kallio)

Have Yourself a Merry Little Christmas / Laufey & Norah Jones (Hugh Martin & Ralph Blane)

Jólabros í jólaös / Egill Ólafsson og barnakór Kársnesskóla (Ingibjörg Þorbergs)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,