Mannlegi þátturinn

Stockfish hátíðin, erfðamálin og María Anna lesandi vikunnar

Alþjóðlega kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish 2025 fer fram dagana 3.–13. apríl í Bíó paradís og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Sýndar verða um 30 alþjóðlegar verðlaunamyndir, sem flestar hafa ekki verið sýndar hér á landi. auki verður ítalskt horn á dagskrá þar sem ítalskri kvikmyndagerð verður fagnað með mat og víni. Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina en gestum verður gefinn möguleiki á greiða það sem það hefur tök á greiða ef áhugi er á styrkja hátíðina. Við ræddum við Dögg Mósesdóttur framkvæmdastýru hátíðarinnar og Berg Bernburg, en kvikmynd hans Veðurskeytin er opnunarmynd hátíðarinnar og Íslandsfrumsýning.

Það er mánudagur og því kom Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, til okkar í það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um erfðamálin, en þau brenna á mörgum og því miður hafa margar fjölskyldur lent í erfiðleikum þegar kemur þeim. Hvað ber hafa í huga, hvað ber varast og fleira með Georgi í dag.

Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var María Anna Þorsteinsdóttir, íslenskufræðingur, en hún var íslenskukennari, prófarkalesari, handritagrúskari og útgefandi. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. María Anna talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Morgun í Yemen e. Susan Abulowa

Sporðdrekar e. Dag Hjartarson

Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur

Kvár e. Elias Rúni

Nýja testamentið

Tímarit Máls og menningar

Grimms ævintýri og íslenskar þjóðsögur

Tónlist í þættinum í dag:

Saga farmannsins / Óðinn Valdimarsson (Marty Robbins, texti Jón Sigurðsson)

Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange, texti Björn Bragi Magnússon)

Síðasta sjóferðin / Brimkló (Steve Goodman, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

31. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,