Mannlegi þátturinn

Draugar fortíðar, Búðu til pláss og bókabúð í Grenivíkurskóla

Hlaðvarpið Draugar fortíðar sem stjórnað er af þeim Baldri Ragnarssyni og Flosa Þorgeirssyni hefur vakið mikla athygli og notið mikilla vinsælda. Þeir félagar taka fyrir ýmis mál úr mannkynssögunni og nálgast það úr ýmsum áttum á skemmtilegan og lifandi en umfram allt, fræðandi máta. Ekki síst hefur umræða þeirra um geðræn vandamál og andlega heilsu stuðlað því þeir eiga dyggan hóp hlustenda. Draugarnir munu fara víðreist um landið í janúar og heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum eða eins og þeir segja sjálfir: Draugar fortíðar ásækja Ísland. Baldur og Flosi komu í þáttinn í dag.

Búðu til pláss er nafnið á söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem verður annað kvöld í sameiginlegri beinni útsendingu RÚV, Stöðvar 2 og Sjónvarps Símans. UNICEF á Íslandi fagnar 20 ára afmæli í ár og tugþúsundir Íslendinga hafa búið til pláss í hjörtum sínum með því gerast heimsforeldrar og þannig stutt réttindi og velferð milljóna barna um allan heim. Við fengum þau Fannar Sveinsson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, sem eru tvö af þeim sem hafa umsjón með dagskránni annað kvöld, til segja okkur betur frá henni í dag.

Svo hringdum við í Grenivíkurskóla, en krakkarnir þar hafa unnið sagna- og bókagerð og hafa þau opnað bókabúð þar sem þau selja eingöngu eigin ritverk og ýmislegt fleira sem þau hafa búið til og allur ágóði rennur til mæðrastyrksnefndar á Akureyri. Við töluðum við Pál Þóri Þorkelsson nemanda og Hólmfríði Björnsdóttur kennara í lok þáttarins í dag.

Tónlist í þættinum:

Snjókorn falla / Laddi (Bob Heatlie, texti Jónatan Garðarsson)

Litli Trommuleikarinn / Raggi Bjarna og Ellý Vilhjálms (Harry Simeone, Henry Onorati, texti Stefán Jónsson)

Jólarómantík / Stefán Hilmarsson og Ragga Gröndal (Frank Loesser, texti Kristján Hreinsson)

Jól á Hafinu / Vilhjálmur Vilhjámsson (Steer & Hansen, texti Jóhanna G. Erlingsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,