Mannlegi þátturinn

Íslenskubrú Breiðholts, Tekla Hrund á Heilsuvaktinni og Urður lesandi vikunnar

Grunnskólar í Breiðholti hlutu veglegan nýsköpunar- og starfsþróunarstyrk frá mennta og barnamálaráðuneytinu á síðasta ári fyrir verkefnið Íslenskubrú Breiðholts. ÍSAT stendur fyrir námsgreinina íslenska sem annað tungumál og markmið þess var útbúa verkefni, leiðbeiningar, áætlanir, námsmat og ýmislegt fleira til kennarar hefðu fleiri verkfæri og tól til þess kenna íslensku sem annað mál. Þær Erla Guðrún Gísladóttir verkefnisstjóri verkefnisins og Heiðrún Ólöf Jónsdóttir kennari komu í þáttinn í dag.

Hvað er næringarleg streita og hvernig er gott bregðast við henni? Lítið er fjallað um þetta í öllu tali um streitu og Tekla Hrund Karlsdóttir læknir er skoða sérstaklega hvernig streitan hefur áhrif á konur. Hún segir líkamskerfi kvenna svara umhverfisáreiti miklu meira og þær séu hreinlega viðkvæmari fyrir flóknari veikindum á borð við langvinnum covid einkennu,, potts, ME, vefjagigt, umhverfisóþoli og kulnun. Konur séu oft undir það miklu álagi það bitnar á réttri næringarinntöku og vatnsneyslu. Tekla stofnaði sína eigin stofu, sem kallast SoundHealth, ásamt eiginmanni sínum, Kjartani Hrafni Loftssyni lækni, til verja meiri tíma með sjúklingum sínum og leita lausna við einkennum sem oft ekki mikla meðhöndlun og greiningu í heilbrigðiskerfinu. Helga Arnardóttir talaði við Teklu Hrund á Heilsuvaktinni í dag.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í dag var svo Urður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, en hún vinnur atvinnu- og byggðaþróun, markaðsmálum og öðru tilfallandi og býr austur í Fljótsdal. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Urður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Strá fyrir Straumi Sigríður Pálsdóttir e. Erlu Huldu Halldórsdóttur

Hnífur e. Salman Rushdie

Í skugga trjánna e. Guðrún Eva Mínervudóttir

Æviminningar Sigfúsar á Austfjarðarútunni e. Vilhjálm Einarsson

Vefarinn mikli frá Kasmír e. Halldór Laxness

Bone Clocks e. David Mitchell

Eyland e. Sigríði Hagalín

Tónlist í þættinum í dag:

Indæl er æskutíð / Adda Örnólfs og tríó Ólafs Gauks (Erlent lag, texti Eiríkur Karl Eiríksson)

Sólbrúnir vangar / Berti Möller (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,