• 00:06:56Halldóra og Bjartey - málefni Konukots
  • 00:33:40Ilmheimur Fischersunds - Lilja Birgisdóttir

Mannlegi þátturinn

Húsnæðismál Konukots og ilmheimur Fischersunds

Hvar eiga heimilislausar konur vera ef þær eru óvelkomnar alls staðar? Við ræddum stöðu þeirra hér í dag í tilefni af grein sem birt var fyrir skömmu á Vísi um yfirstandandi ósætti um Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, flytji tímabundið í nýtt húsnæði í Ármúla 34. Húsnæðið þar sem Konukot er rekið í Eskihlíð er nánast ónýtt og komið þolmörkum í viðhaldi. 84 konur gistu í Konukoti í fyrra, meðaltali 9 á dag. Leit hefur staðið lengi hentugu húsnæði en hafa eigendur annarrar starfsemi í Ármúla sett fyrirvara við því þessi hópur komi þangað. Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots og Bjartey Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma hjá Landspítalanum komu í þáttinn í dag og við ræddum starfsemi Konukots, hvort raunverulega stafi hætta af heimilislausum konum eða hvort þetta séu fordómar og vanþekking á þessum viðkvæma jaðarsetta hópi.

Í sögufrægu húsi Fischerundi 3 rekur fjölskylda hönnunarverslun þar sem boðið er upp á upplifun fyrir skilningarvitin. Fischersund var kjörin besta hönnunarbúðin í ár af The Reykjavik Grapevine og þau eru nýkomin frá hönnunarvikunni í Helsinki þar sem þau vöktu mikla athygli, en þau sögðu frá ilmgerð fjölskyldunnar og töfrandi ilmheimi Íslands, þau hafa verið með viðlíka viðburði með ilmviðburði víða erlendis. Lilja Birgisdóttir er ein af stofnendum Fischersunds og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá ilmum, útilykt og fleiru.

Tónlist í þættinum í dag:

Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)

Michelle / The Beatles (Lennon & McCartney)

Gathering Stories / Jónsi (Jón Þór Birgisson, texti Jón Þór Birgisson

og Cameron Crowe)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

17. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,