Mannlegi þátturinn

Heilsuvera og 1700, viðbrögð við Covid, Sigríður Lára Gunnlaugsd.

Við töluðum í síðustu viku við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars um álag og langa bið hjá heilsugæslunni. Hún talaði um oft ekki nauðsyn koma á heilsugæsluna, heldur geti fólk leitað fyrst á heilsuvera.is, bæði í netspjallið og þær upplýsingar sem þar eru, eða jafnvel hringja í 1700 ef erindið er brýnt. En það er ekki víst allir viti hvernig það gengur fyrir sig og hvernig er best snúa sér í sambandi við það. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er einmitt rétta manneskjan til svara þeim spurningum og hún kom til okkar í dag.

Á morgun fer fram opin málstofa í viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Þar mun Grétar Þór Eyþórsson deildarforseti Viðskiptadeildar tala um viðbrögð við Covid 19 faraldrinum á Íslandi: Tilviksrannsókn frá sveitastjórnarstiginu. Í erindinu greinir Grétar frá fyrstu niðurstöðum sínum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Við töluðum við Grétar í dag.

Við heyrðum svo í Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, sjúkraþjálfara á Ísafirði. Hún lauk meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri í fyrra og í meistaraverkefni hennar rannsakaði hún reynslu heilbrigðisstarfsfólks sem sinnti einstaklingum sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík 1995 fyrstu dagana eftir flóðin. Tilgangur rannsóknarinnar var innsýn í upplifun heilbrigðisstarfsfólksins og kanna hvort þessi lífsreynsla hafi haft áhrif á þeirra líf og störf. Sigríður sagði okkur betur frá rannsókninni og niðurstöðunum í þættinum.

Tónlist í þættinum

Ertu viss / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg)

Landið fýkur burt / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Everybody’s talkin’ / Harry Nilson (Fred Neil)

Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

17. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,