Mannlegi þátturinn

Þóra, Eyrún, Lubbi og málbeinið, Karl Ágúst og minningar og Guðrún lesandi vikunnar

Lubbi finnur málbein er bók eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur og kom út árið 2009 og var valin besta fræðibókin fyrir börn árið 2010. Vinsældir Lubba hafa vaxið jafnt og þétt síðan og efnið verið mikið notað við kennslu á fyrstu stigum grunnskólans. Bókin er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára, höfundar hennar Þóra og Eyrún Ísfold eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Þær komu í spjall í þáttinn í dag.

Karl Ágúst Úlfsson leikari, leikstjóri og rithöfundur er nýbúin senda frá sér bókina Fífl sem ég var, sem fjallar um baráttu hans við heilann og taugakerfið, en eins og hann segir aðallega samt um minningar sem hann segist hafa dregið til sín til lappa uppá stórskert minnið. Karl Ágúst kom í þáttinn í dag.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Guðrún talaði um eftirafarndi bækur og höfunda:

Tímaskjól e. Georgi Gospodinov

Móðurást e. Kristínu Ómarsdóttur

Tónlist í þættinum i dag:

Þú ert / Helgi Pétursson (Þórarinn Guðmundsson, texti Guðmundur Björnsson)

Megi dagur hver fegurð þér færa / Ragnar Bjarnason (Wile & Green, texti Jóhanna G. Erlingsson)

Ást og yndi / Erla Stefánsdóttir (Ingvi Þór Kormáksson, texti Ingvi Þór og JJ Soul)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

17. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,