• 00:05:43Bjarni Arason - föstudagsgestur
  • 00:23:42Bjarni Arason - seinni hluti
  • 00:39:15Matarspjallið - bollur og saltkjöt túkall!

Mannlegi þátturinn

Bjarni Arason föstudagsgestur og bollu- og saltkjötsmatarspjall

Föstudagsgesturinn okkar þessu sinni var enginn annar en Bjarni Arason söngvari sem tók þátt í Söngvakeppninni um síðustu helgi og stóð sig glimrandi vel. Bjarni va elsti þáttakandinn í ár og lagið sem hann söng, Aðeins lengur, mun hann sennilega syngja aðeins lengur því síminn hefur varla stoppað hjá Bjarna eftir keppnina. Bjarni hóf feril sinn mjög ungur, söng 16 ára Elvis lög í sjónvarpi og vann ári síðar söngvakeppnina Látúnsbarkann og varð landsfrægur á augabragði. Við fórum með Bjarna yfir söngvasviðið og lífið í þættinum.

Matarspjallið var svo helgað bolludeginum og sprengideginum sem eru eftir helgi. Það skoðuðum við eilífðarspurninguna; hvort ertu vatnsdeigs- eða gerbollur betri? Og eru allir spenntir fyrir saltkjöti og baunum? Bollur, saltkjöt og túkall í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti.

Tónlist í þættinum í dag:

Hringur og Bítlagæslumennirnir / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)

Aðeins lengur / Bjarni Arason (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson)

Beautiful Maria / Bjarni Arason (Robert Kraft, texti Arne Glimcher)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,