• 00:06:29Barnabókahátíðin Mýrin - Gunnar T. Eggertsson
  • 00:23:02UNICEF á Gaza - Birna Þórarinsdóttir
  • 00:39:12Stamfélag Íslands - Sveinn

Mannlegi þátturinn

Mýrin, UNICEF á Gaza og Stamfélag Íslands

Mýrin, alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð hefst á morgun í Norræna húsinu. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og yfirskriftin þessu sinni er Týnd útí mýri. Áhersla er lögð á Norrænar barna- og unglingabókmenntir og lestrargleði og sköpun höfð leiðarljósi og ýmis konar uppákomur og viðburðir verða fyrir börn, ungmenni og alla aðra sem láta sig barnabókmenntir varða. Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur situr í stjórn Mýrarinnar.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi, er gestur okkar í dag. Við tölum við hana um aðkomu UNICEF hjálparstarfi á Gaza eftir samkomulag náðist um vopnahlé. Þörfin fyrir mat, lyf og önnur hjálpargögn er mikil og það hefur gengið illa koma þeim til þeirra sem þurfa.

Málbjörg, félag um stam heitir núna Stamfélag Íslands og jafnframt var hannað nýtt lógó fyrir félagið. Hönnuðurinn er Sveinn Snær Kristjánsson sem byggir hönnunina á eigin upplifun af stami. Í næstu viku, 22.okt, er alþjóðlegur vitundarvakningardagur um stam. Sveinn Snær ræði við okkur í Mannlega þættinum.

Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir

Tónlist í þættinum í dag:

Einhvern tímann / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Harry Chapin, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Berg og Båre / Kari Bremnes (Lars, Kari og Ola Bremnes)

Kavatína Kristínar / Uppáhellingarnir (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)

Frumflutt

15. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,