• 00:06:55Heilablóðfall - Björn Logi og Þórir
  • 00:23:07Guðni Gas - Piparfólkið
  • 00:35:28Einar Sveinbjörnsson veðurspjall

Mannlegi þátturinn

Heilaheill, Piparfólk og lægðin Ciarán

Á sunnudaginn var alþjóðadagur heilablóðfallsins en um það bil 2 einstaklingar slag á dag hér á landi. Heilablóðfall, eða slag, er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Taugadeild Landspítala, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur frekar hvað beri hafa í huga, orsök heilablóðfalls, stöðuna í þessum málum og hver þróunin er.

Piparfólk er heimildarleikhús (með örlitlu kómísku skáldaleyfi), þar sem áhorfendur kynnast m.a starfsmanni gasstöðvarinnar í Reykjavík (1910-1952) og leyndarmáli hans. Fyrir skömmu komst meðlimur sviðslistahópsins Díó, Aðalbjörg Árnadóttir því langafi hennar Guðni Eyjólfsson væri ekki allur þar sem hann var séður. Hún vissi ekki mikið um Guðna langafa sinn, ættboginn var ekki samheldinn fjölmennur. Hún vissi þó hann var 5 barna faðir sem vann sem kyndari í Gasstöðinni í Reykjavík og var því iðulega kallaður Guðni gas. Þegar hún komst því Guðni, undir dulnefninu Gylfi hefði skrifað þekktar gamanvísur ákvað hún rannsaka málið og fann ýmislegt sem vakti frekari áhuga hennar. Þau Aðalbjörg Árnadóttir leikkona og Georg Kári Hilmarsson tónlistarmaður komu í þáttinn, en Guðni var einmitt langafi þeirra beggja.

Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tjöluðum við svo um óveður sem skella mun á Bretlandseyjum og N-Frakkland á fimmtudag. Lægðin hefur fengið heitið Ciarán og er óvenju djúp miðað við þessar slóðir. Við ræddum svo einnig um blíðuna hér heima og sjólag.

Tónlistin:

Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander)

Bye Bye love / Simon and Garfunkel (Felice og Budleox Bryant) -

Take it Easy /Eagles (Glenn Frey & Jackson Browne)

Jarðarfarardagur / Savanna tríóíð (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,