Mannlegi þátturinn

Heimildarmyndin Einstakt ferðalag, Jóhanna Birna Bjartmarsd. og veðurspjallið með Einari

Sunnudagurinn næsti verður Duchenne dagurinn, en Duchenne er sjaldgæfur vöðvasjúkdómur sem skerðir hreyfigetu og hrjáir einn af hverjum fjögur þúsund drengjum. Við fræddumst um nýja íslenska heimildarmynd sem heitir Einstakt ferðalag. Hún er um Ægi Þór 9 ára dreng frá Höfn í Hornafirði, sem er með þennan sjaldgæfa sjúkdóm, og ferðalag hans um Ísland þar sem hann hittir önnur börn með sjaldgæfa sjúkdóma. Myndin varpar ljósi á stöðu langveikra barna og aðstandenda þeirra hér á landi. Ágústa Fanney Snorradóttir, leikstjóri myndarinnar, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá henni.

Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir hefur á síðustu misserum vakið athygli en hún hélt athyglisverðan fyrirlestur á ráðstefnu BUGL árið 2023 þar sem hún fór yfir reynslu sína af íslenska skólakerfinu og hvernig henni fannst það bregðast sér. Jóhanna Birna er greind með lesblindu, einhverfu og ADHD. Jóhanna Birna hefur lokið háskólanámi í Bandaríkjunum og hyggur á áframhaldandi nám. Hún heldur fyrirlestra um hvernig henni finnst skólakerfið geti betuð komið til móts við börn í svipuðum aðstæðum og hún var í þegar hún gekk í grunnskóla.

Svo kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til okkar í veðurspjallið í dag. Hann var með uppgjör á sumarveðrinu og hverrnig við upplifum það á mismunandihátt. Einar talaði svo um hitamet og metsumur úti í heimi, horfurnar næstu daga og lokum reyndi Einar svara spurningunni: Hvenær mun hausta?

Tónlist í þættinum í dag:

Heiðlóan / Gísli Magna og Co. (Steingrímur M. Sigfússon)

Þótt falli snjór / Jóhann Sigurðason (Ágúst Guðmundsson)

Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson)

Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

2. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,