Mannlegi þátturinn

Töfragleraugun í Hrafnistu, Jóðlageitin 2025 og saumað í Textílmiðstöð

Svavar Jónatansson vinnur við prufuverkefni hjá Hrafnistu þar sem hann hefur nýtt sér tækni sýndarveruleika til þess færa heimilisfólkinu á Hrafnistu í aðstæður sem þau ættu annars erfitt með komast í. Hann sem sagt fer með 360° myndavél á kóræfingu og svo getur heimilisfólk sett á sig sérstök sýndarveruleikagleraugu, eða töfragleraugu eins og hann kallar þau, og þá eru þau nánast komin á staðinn og geta jafnvel sungið með í kórnum. Möguleikarnir eru óendanlegir í því hvernig hægt er nýta þessa tækni og Svavar útskýrði betur fyrir okkur hvernig þetta gengur fyrir sig.

jóðla er ákveðin söngkúnst og ekki á allra færi en stendur til halda jóðlkeppni, nánar tiltekið í desember, Jóðlageitina 2025. Bragi Þór Valsson tónlistarmaður kom í þáttinn og sagði okkur frá jóðli og keppninni í dag.

Svo fræddumst við um Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi, en þar verður viðburður í dag sem kallast Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi. Þar munu fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum bjóða til vinnustofu og sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þáttakendur við breyta, bæta og jafnvel skapa nýja flíkur úr gömlum. Elsa Arnardóttir forstöðumaður Textílmiðstöðvar sagði okkur betur frá þessu í þættinum í dag.

Tónlist í þættinum i dag:

Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson)

Hærra minn guð / Kór Lindarkirkju (Lowell Mason, texti Matthías Jochumsson)

Yodel-blús / Smaladrengirnir (Bragi Þór Valsson)

Reiðlag / Þuríður Sigurðardóttir (S. Bogus, texti Jónas Friðrik Guðnason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,