• 00:03:57Emilíana Torrini - föstudagsgestur
  • 00:22:27Emilíana Torrini - seinni hluti
  • 00:41:24Marineringar og salöt í matarspjallinu

Mannlegi þátturinn

Emilíana Torrini föstudagsgestur og jólasalöt og marineringar í mataraspjallinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan Emilíana Torrini. Hún vakt ung mikla athygli þegar hún kom syngjandi fram á sjónvarsviðið. Svo flutti hún til Englands og bjó þar í nærri tvo áratugi en er aftur flutt heim til Íslands. Hún hefur gert það mjög gott í tónlistinni og það nýjasta er plata og kvikmynd sem komu upp úr innblæstri sem hún varð fyrir eftir hafa lesið fulla ferðatösku af sendibréfum sem móðir vinkonu hennar hafði átt. Platan heitir Miss Flower og bíómyndin heitir The Extraordinary Miss Flower. Í myndinni flytur Emilíana tónlistina af plötunni ásamt hópi tónlistarmanna, þar á meðal Lovísu Sigrúnardóttur eða Lay Low, á meðan þekktir leikarar og tónlistarfólk lesa upp úr bréfunum. Emilíana sagði okkur þessa áhugaverðu sögu frú Flower í þættinum í dag og við fórum með henni út og suður í tíma og rúmi.

Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við meðal annars um marineringar fyrir fisk og kjöt og jólasalat.

Tónlist í þættinum i dag:

Patience / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds)

Miss Flower / Emilíana Torrini (Emilíana Torrini og Simon Byrt)

Vertu Úlfur / Emilían Torrini (Emilíana Torrini og Marketa Irglova)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,