Mannlegi þátturinn

Heilsuspjall, Líf og dauði og póstkort frá Magnúsi

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona er mikil áhugamanneskja um heilsu og hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og hún er einnig höfundur tveggja heilsubóka út hafa komið hér á landi undir heitinu Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plastið í daglegu lifi okkar og Heilsubók Jóhönnu: Matur, lífsstíll, sjúkdómar. Jóhanna verður hjá okkur annað slagið í vetur og byrjaði í dag. D-vítamín var umræðuefni dagsins.

Tónlistarhátíðin Líf og dauði verður haldin í fjórða sinn á laugardaginn í Gamla Bíói. Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona fer yfir það í tónum og tali hvernig hugmyndir Dags hinna dauðu í Mexíkó gætu nýst okkur til þess gæða lífið meiri dýpt og gleði.Lifum brosandi til þess deyja glöð segir fólk í Mexíkó. Þau gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Svanlaug kom í þáttinn í dag.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og veðrið í Eyjum var Magnúsi hugleikið í þetta sinn. Hann segir frá haustlægðinni sem olli fjögurra daga stormi í liðinni viku. Í framhaldinu segir af vinsælustu dýrlingum kaþólsku kirkjunnar og einnig af vondri spá um loftslagsbreytingar. Í lokin kemur svo aðeins upplífgandi frétt af tilraunum vestan hafs með jarðvarma en þær lofa góðu með framhaldið.

Tónlist í þættinum í dag:

Þau gengu tvö / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og Hannes Pétursson)

Bráðum vetur / KK (KK)

Mexico / Jakob Frímann Magnússon (Jakob Frímann Magnússon)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,