• 00:06:03Þorgerður Sigurðard. - grindarbotninn
  • 00:22:10Vinkill um pasta, kartöflur og Kanada
  • 00:35:29Guðjón Ragnar - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Grindarbotninn, sextugasti vinkillinn og Guðjón lesandi

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Hún lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannsóknarefni hennar sneri heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn og einnig skoðaði hún hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Þorgerður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um þetta.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, þetta er sextugasti vinkillinn sem við fáum frá honum og þessi fjallar um pasta, kartöflur, slípivélar, Kanada og skáldið góða Káinn á síðustu línurnar.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur:

Högni e. Auði Jónsdóttur

Vandamál vina minna e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík e. Ólaf Dýrmundsson

Ármann Kr. Einarsson, Indriði Úlfsson, Guðrún Helgadóttir, Arnaldur Indriðason og glæpasögur til dæmis eftir Stefán Mána og Evu Björg Ægisdóttur

Brekkukotsannáll e. Halldór Laxness

Tónlist í þættinum í dag:

Norðurljós / Eyjólfur Kristjánsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)

Come Down Easy / Carole King (Carole King & Toni Sterne)

Veronica / Cornelis Vreeswjik (Cornelis Vreeswijk)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,