Í gær var Alþjóðlegi mannréttindadagurinn og af því tilefni stóð Geðhjálp fyrir opnu samtali á Facebook síðu samtakanna þar sem Oddur Ástráðsson lögmaður svaraði spurningum er snúa að mannréttindum í geðheilbrigðisþjónustu. Oddur kom til okkar í dag og sagði okkur frá því helsta sem þar var rætt, hvað hafi brunnið mest á þeim sem sendu inn spurningar, en þar voru frelis- og sjálfræðissviptingar fyrirferðamiklar.
Svo komu hingað hjónin Þórhildur Þorleifsdóttir og Arnar Jónsson en þau koma bæði að því að nýrri raddsetningu á fyrstu íslensku leiknu talmyndina í fullri lengd, Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmundsson frá 1949. Kvikmyndasafn Íslands hefur gert kvikmyndina upp og endurhljóðsett hana í samstarfi við RÚV. Þórhildur leikstýrir talsetningunni og Arnar er einn þeirra leikara sem ljá raddir sínar. Myndin verður frumsýnd á sunnudaginn í Bíó Paradís undir merkjum Bíóteks Kvikmyndasafnsins.
Að lokum voru það mannlegu samskiptin, Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var hjá okkur í dag og hélt áfram að tala um mörk og markaleysi. Hvað þýðir það til dæmis að setja upp „vegg“?
Tónlist í þættinum í dag:
Hvít jól / Rúnar Júlíusson (Irving Berlin, texti Stefán Jónsson)
Wonderful Christmastime / Paul McCartney (Paul McCartney)
Happy Xmas (War is Over) / John Lennon og Plastic Ono Band (John Lennon)
Christmas Time is Here Again / Ringo Starr (Paul McCartney, John Lennon, George Harrison & Ringo Starr)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON