Mannlegi þátturinn

Mannréttindi í geðheilbrigðismálum, ný talsetning á fyrstu íslensku talmyndinni og mannleg samskipti

Í gær var Alþjóðlegi mannréttindadagurinn og af því tilefni stóð Geðhjálp fyrir opnu samtali á Facebook síðu samtakanna þar sem Oddur Ástráðsson lögmaður svaraði spurningum er snúa mannréttindum í geðheilbrigðisþjónustu. Oddur kom til okkar í dag og sagði okkur frá því helsta sem þar var rætt, hvað hafi brunnið mest á þeim sem sendu inn spurningar, en þar voru frelis- og sjálfræðissviptingar fyrirferðamiklar.

Svo komu hingað hjónin Þórhildur Þorleifsdóttir og Arnar Jónsson en þau koma bæði því nýrri raddsetningu á fyrstu íslensku leiknu talmyndina í fullri lengd, Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmundsson frá 1949. Kvikmyndasafn Íslands hefur gert kvikmyndina upp og endurhljóðsett hana í samstarfi við RÚV. Þórhildur leikstýrir talsetningunni og Arnar er einn þeirra leikara sem ljá raddir sínar. Myndin verður frumsýnd á sunnudaginn í Bíó Paradís undir merkjum Bíóteks Kvikmyndasafnsins.

lokum voru það mannlegu samskiptin, Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var hjá okkur í dag og hélt áfram tala um mörk og markaleysi. Hvað þýðir það til dæmis setja upp „vegg“?

Tónlist í þættinum í dag:

Hvít jól / Rúnar Júlíusson (Irving Berlin, texti Stefán Jónsson)

Wonderful Christmastime / Paul McCartney (Paul McCartney)

Happy Xmas (War is Over) / John Lennon og Plastic Ono Band (John Lennon)

Christmas Time is Here Again / Ringo Starr (Paul McCartney, John Lennon, George Harrison & Ringo Starr)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

11. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,