Mannlegi þátturinn

Senjóríturnar, vinkill og Jens Pétur lesandi vikunnar

Kór eldri kvenna, Senjóríturnar, varð til sem afsprengi út frá Kvennakór Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og Senjóríturnar voru síðan formlega stofnaðar 2015. Þær hafa reglulega haldið tónleika, tekið þátt í kóramótum og farið í söngferðalög.

Það er mikill metnaður í starfi Senjórítanna og á undanförnum árum hafa þær leitað í smiðju þekktra söngvara. Meðal þeirra sem hafa sungið með kórnum eru Raggi Bjarna heitinn, Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti og Bubbi Morthens. Kórinn lagði af stað í enn eina kórferðina fyrir helgi og þær eru komnar til Norður-Írlands á kóramót. Við hittum þær á lokaæfingunni hér heima í Digraneskirkju og það var mikil stemmning og tilhlökkun í hópnum. Rætt var við Unni Ragnars, Ragnheiði Sigurðardóttur, Hildi Bjarnadóttur, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, Silju Aðalsteinsdóttur, Ágota Joó og Vilberg Viggósson.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Vinkill dagsins fjallaði þessu sinni um breytingar á högum fólks þegar nútíminn ríður í hlað, við fengum tilvitnun frá rithöfundinum Helga Valtýssyni og rætt var um neftóbaksfræði sem svo eru kölluð; eða þjóðlegan fróðleik og reyndum átta okkur aðeins á hvað hugtakið felur í sér.

Og lokum var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Jens Pétur Kjærnested, íslenskufræðingur og íslenskukennari. Við fengum vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Jens Pétur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

The Empusium (A Health Resort Horror Story) e. Olgu Tokarczuk

Grief is the Thing with Feathers e. Max Porter

Os Meses os Dias, Um a Um. (Mánuður, Dagar, hver á eftir öðrum) e. Eugénio de Andrade

Undir Eplatrénu e. Olav H. Hauge

Skýin eru skuggar e. Jon Fosse

Gleðileikurinn guðdómlegi e. Dante Alighieri og ævisögu Dante sem heitir Dante: a Life e. Alessandro Barbero

Dantes Bone´s e. Gay Raffa

þýðingar (og endurútgáfur) Guðbergs Bergssonar á bókmenntum spænskumælandi landa

Ingibjörg Haralds og þýðingar hennar úr rússnesku

Friðrik Rafnsson og Milan Kundera

Pétur Gunnars og Madame Bovary

Mánasteinn e. Sjón

Tónlistin í þættinum

Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Peter Callander og Geoff Stevens, texti Iðunn Steinsdóttir)

Orðin mín / Senjóríturnar (Bragi Valdimar Skúlason)

I’m a Believer / The Monkees (Neil Diamond)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,