• 00:05:26Vala Kristín Eiríksd. - föstudagsgestur
  • 00:20:59Vala Kristín - seinni hluti
  • 00:36:56Matarspjallið - snúðadagurinn mikli

Mannlegi þátturinn

Vala Kristín föstudagsgestur og snúðadagurinn mikli

Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona og handritshöfundur var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hún hefur auðvitað leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í sjónvarpi undanfarin ár, jafnhendis í gríni og dramatík. Hún skrifaði sex þáttaraðir af grínþáttunum Venjulegt fólk ásamt Júlíönnu Söru Gunnarsdóttur og er hún annar handritshöfunda, ásamt Ólafi Agli Ólafssyni, af nýrri leiksýningu, Þetta er Laddi, um líf og grín Ladda, Þórhalls Sigurðssonar. Við fórum auðvitað aftur í tímann með Völu Kristínu á æskulóðirnar í Garðabænum og svo á handahlaupum til dagins í dag.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, í dag var það snúðadagurinn mikli. Við smökkuðum snúða, þessa gömlu góðu með súkkulaðiglassúr úr fjórum bakaríum, það var þó ekki kókómjólk með í för eins og gjarnan í gamla daga. Sannkallað snúðaferðalag í þættinum í dag.

Tónlist í þættinum í dag

Sóley / Björgvin Halldórsson og Katla María (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)

Freknótta fótstutta mær / Laddi og Brunaliðið (Þórhallur Sigurðsson)

Mamma og ég / Halli og Laddi (Þórhallur Sigurðsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

21. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,