Mannlegi þátturinn

Magnús kenndi jóga í Kabúl, maraþonbakstur og Vonarbrú

Það eru ekki allir sem finna „einu og réttu“ leiðina í því sem þau vilja gera í lífinu. Sumir vita upp á hár hvað þau vilja læra og vinna við, jafnvel frá því þau voru mjög ung, en svo er líka töluvert margir sem hafa ekki hugmynd um hvað þau vilja verða „þegar þau verða stór“. Magnús Árni Skjöld Magnússon, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, er einn þeirra. Hann fór úr einu í annað, sökkti sér á bólakaf í mismunandi áhugamál, mismunandi nám, vinnur, jafnvel mismunandi trúarbrögð en áttaði sig svo á því kannski væri það bara allt í lagi, kannski væri það einmitt hans leið. Hann minnsta kosti skrifaði bókina Hvernig ég varð jógakennarinn í Kabul, þar sem hann fer yfir sína sögu og reynslu og aðferð sem hann bjó til sem hefur nýst honum og gæti jafnvel nýst fleirum. Magnús sagði okkur betur frá bókinni og þessu í þættinum.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona bakaði í sólarhring árið 2016 og safnaði fyrir Kraft og nú, níu árum síðar, ætlar hún endurtaka leikinn og baka í sólarhring núna um helgina til styrktar Berginu headspace. Þau hjónin Lilja Katrín og Guðmundur Ragnar Einarsson og þeirra börn urðu fyrir áfalli í byrjun árs þegar fóstursonur þeirra, Guðni Alexander Snorrason, lést aðeins tvítugur aldri. Þau Lilja og Guðmundur komu í þáttinn í dag.

Svo komu þær Ragnheiður Steindórsdóttir og Guðný Gústafsdóttir. En þær eru tvær af þeim sem standa almannaheillafélaginu Vonarbrú sem stofnað var í vor. Tilgangur félagsins er meðal annars safna fjármagni til styrkja u.þ.b. 70 stríðshrjáðar barnafjölskyldur sem búa við mjög erfiðar aðstæður á Gaza. Markmiðið er veita þessum fjölskyldum nauðsynlegan stuðning við kaup á mat, hreinlætisvörum og öðrum mikilvægum nauðsynjum. Þær sögðu okkur frá félaginu og starfi þess í dag, en frekari upplýsingar um það finna á www.vonarbru.is.

Tónlist í þættinum í dag:

Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)

Golden Brown / The Stranglers (Dave Greenfield, Hugh Cornwell, Jean Jacques Burnel, Jet Black)

Þetta loft / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

3. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,