Mannlegi þátturinn

Kanadískir hermenn í hernáminu, Léttsveitin þrítug og veðurspjall um sólgos og héluísingu

Við töluðum í dag við Karen Lilju Loftsdóttur, doktorsnema í sagnfræði við Queen's háskólann í Ontario í Kanada. Doktorsverkefni hennar skoðar með menningarsögulegri nálgun kanadíska hermenn sem voru á Íslandi á hernámsárunum. Flestir vita Bretar hernámu Ísland árið 1940 og svo Bandaríkjamenn frá 1941, en færri vita um það bil 2500 hermenn frá Kanada hafi verið á Íslandi og sumir þeirra af íslenskum ættum. Við hringdum til Kanada og fengum Karen Lilju til segja okkur aðeins frá þessu doktorsverkefni sínu.

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar 30 ára afmæli í ár og á laugardaginn verða tvennir jólatónleikar í Langholtskirkju. Við litum á æfingu hjá sveitinni í gærkvöldi og hittum þar fyrir Guðný Helgadóttur og Steinunni Þórhallsdóttur og kórstjórann Gísla Magna og fengum heyra eitt lag með kórnum og hljómsveit.

Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í dag talaði hann aðeins um sérstaka gerð ísingar, héluísingu, en á annan tug umferðaróhappa um helgina voru rakin til slíkrar ísingar. Svo talaði Einar um sólgos, kórónaskvettur og norðurljós og nýja bók Arndísar Þóarinsdóttur sem heitir einmitt Sólgos.

Tónlist í þættinum í dag:

Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Baby Driver / Simon & Garfunkel (Paul Simon)

Er kemur þú til mín - Léttsveit Reykjavíkur (Enya, texti Auður Aðalsteinsdóttir)

Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,