Mannlegi þátturinn

Sigurður Sigurjónsson föstudagsgestur og herragarðsmatarboð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Sigurjónsson leikari og leikstjóri. Hann fór mjög ungur í leiklistarskólann og vakti fljótt athygli eftir útskrift. Auðvitað hefur grínið, Spaugstofan, Skaupin og margt fleira, verið fyrirferðamikið í hans ferli, en hann er einnig frábær í alvarlegri hlutverkum og í seinni tíð hefur hann einnig verið fantagóður í hlutverki skúrka. Það var virkilega gaman spjalla við Sigurð, einn ástsælasta leikara þjóðarinnar, fara með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hafnarfirðinum og svo fengum vita hvað hann er bardúsa þessa dagana.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti sem var auðvitað á sínum stað. Veðurspáin var ekki góð því var um gera hafa það huggulegt og búa til góðan mat og Sigurlaug var á herragarðsslóðum í matarboðshugleiðingum.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég lifi í draumi / Björgvin Halldórsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Teach Your Children / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash)

Father and son / Cat Stevens (Cat Stevens)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

26. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,