Mannlegi þátturinn

Vínlaus lífsstíll, ofsafengin sjálfsrækt og lesandi vikunnar

Sífellt fleiri velja sér vínlausan lífsstíl og er til dæmis hægt sækja námskeið í því tileinka sér þann lífsstíl, Full af lífi-vínlaus lífsstíll. Þau Gunnar Hersveinn heimsspekingur og rithöfundur og Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi hafa hannað námskeiðið í samstarfi við SÁÁ og þau segja það krefjist sjálfsögðu hugrekkis breyta líferni sínu og hætta því sem telst eðlilegt í samfélaginu en ferlið afar lærdómsríkt og veiti frelsi. Margrét Leifsdóttir er gestur Mannlega þáttarins.

Við tölum líka við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sem er deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og sálfræðingur. Hún hefur undanfarið velt mikið fyrir sér því sem hún kallar „ofsafengna sjálfsrækt“ og hvernig nútímakröfur og það vera sífellt reyna toppa sig getur snúist upp í andhverfu sína. Hún flutti í síðustu viku erindi um þetta í opnu streymi sem er aðgengilegt á vef HR. Þar leggur hún út af hugmyndum um ofurmanneskjur, sem birtast okkur helst sem afreksfólk í íþróttum og tengir við hugmyndir fólks um reyna í sífellu „besta“ sig, hugmyndir sem í mörgum tilfellum eru knúnar áfram af samfélagsmiðlum. Hún leggur áherslu á hvað við getum gert til sem bestu jafnvægi í lífinu með skynsemina í fyrirrúmi.

Og lesandi vikunnar er Sigrún Eldjárn einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunaanna og Fjöruverðlaunanna fyrir bók sína Sigrún á safninu sem kom út í fyrra. Í þeirri bók sagði hún frá æskuheimili sínu á þjóðminjasafninu og er komin út bók Torf,grjót og burnirót þar sem útskýrt er hvernig torfbær er reistur. En Sigrún segir okkur frá bókum og höfundum sem hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

Tónlist í þættinum í dag:

Handaband - Possibillies

If paradise is half as nice - Amen Corner

Vals nr.1 - Magnús Eiríksson

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR PÁLSSON

Frumflutt

13. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,