• 00:05:32Þórhildur Sunna Ævarsd. - föstudagsgestur
  • 00:24:03Þórhildur Sunna - seinni hluti
  • 00:40:12Matarspjallið með Alberti Eiríks

Mannlegi þátturinn

Þórhildur Sunna föstudagsgestur og Albert gestur í matarspjallinu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata var föstudagsgestur Mannlega þáttarins þessu sinni. Þórhildur er nýtekin við stöðu framkvæmdastjóra alþjóðlegu samtakanna Courage International, samtök sem helga sig baráttunni fyrir frjálsu flæði upplýsinga, tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Við fórum með Þórhildi Sunnu aftur í tímann í gegnum erfiða reynslu í æsku, þar sem réttlætiskenndin kviknaði og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu.

Matarspjallið hófst svo nýju í dag þegar Sigurlaug Margrét kom með gest með sér í hljóðstofu, gest sem hún minnist oft á í matarspjallinu, Albert Eiríksson. Albert hefur nýlokið við skrifa matreiðslubók um einfalda og holla rétti og hann kom ekki tómhentur.

Tónlist í þættinum í dag:

Farfuglarnir / Ragnheiður Gröndal (Jóhann Helgason, texti Þórarinn Eldjárn)

It’s a Fire / Portishead (Adrian Utley, Beth Gibbons & Geoff Barrow)

Lady K / Emilíana Torrini (Emilíana Torrini og Simon Byrt, texti Emilíana Torrini)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,