Mannlegi þátturinn

Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld, fjármálin á mannamáli og Reynir lesandi vikunnar

Við sögðum í dag frá ráðstefnu sem haldin verður í Hörpu á fimmtudaginn þar sem umfjöllunarefnið verður öldrunarþjónusta framtíðarinnar og tækni. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld: Nýsköpun í öldrunarþjónustu og aukin lífsgæði aldraðra. Þar verður sérstaklega fjallað um hvaða áhrif gervigreindin og tæknin, eins og til dæmis róbótar, hafa á umönnun aldraðra og í framtíðinni. María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu kom í þáttinn.

Í dag, eins og undanfarna mánudaga, kom Georg Lúðvíksson til okkar með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn talaði hann um heppni og óheppni þegar kemur fjármálunum. Georg útskýrði þetta betur fyrir okkur í spjallinu.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Reynir Lyngdal leikstjóri, en hann er einn þriggja leikstjóra nýrrar þáttaraðar, Reykjavík 112, sem eru spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur DNA. En hann sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Reynir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Sporðdrekar e. Dag Hjartarson

Múffu e. Jónas Reyni

Lunga e. Pedro Gunnlaug Garcia

DNA e. Yrsu Sigurðardóttur

Astrid Lindgren

bækurnar um Tinna og Tobba, Ástrík

Michel Houellebecq

Tove Jansen

Tónlist í þættinum í dag:

Freistingar / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason)

Ryðgaður dans / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson)

Þú bíður (allaveganna eftir mér) / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Jónsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

7. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,