Mannlegi þátturinn var áfram á heilsunótunum í dag. Hildur M. Jónsdóttir heilsuráðgjafi kom í þáttinn í dag, en hún glímdi í áratugi við gigtarsjúkdóma, bólgusjúkdóma og mikla verki og hún segir að það hafi tekið um 20 ára rannsóknarvinnu að koma sjálfri sér til heilsu á ný. Hildur kallar eftir nýrri nálgun innan heilbrigðiskerfisins og við heyrðum hennar sögu í dag.
Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisfjármálum var svo hjá okkur í dag með Fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn fjallaði hann um það að öðlast fjárhagslegt frelsi og reyna að komast úr hamstrahjólinu.
Svo var lesandi vikunnar auðvitað á sínum stað og í þetta sinn var það Björg Björnsdóttir, safnstjóri í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum og ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Björg talaði um eftirfarandi bækur og höfund:
Hundagerðið e. Sofi Oksanen
Skiptidagar e. Guðrúnu Nordal
90 sýni úr minni mínu e. Halldóru Thoroddsen
Blóðhófnir e. Gerði Kristnýju
Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Tónlist í þættinum í dag
Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Gjöf / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON