Mannlegi þátturinn

Kristín Jónsdóttir föstudagsgestur og Sigríður Wöhler rabarbarasérfræðingur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er í vísindaráði Almannavarna og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Við fengum Kristínu til fara með okkur aftur í tímann á æskuslóðirnar í Breiðholtinu, í gegnum skólagönguna, MH, HÍ, doktorsnám í Svíþjóð og svo rannsóknir á eldstöðvum og jarðskjálftaóróa. Við forvitnuðumst líka um hennar tónlistarferil þar sem hún söng meðal annars í feikivinsælu lag með Rúnari Júlíussyni og Unun og spilar í dag á trommur.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, þar var bara talað um rabarbara við sérlegan gest, Sigríði Wöhler, sérfræðing í rabarbara. Hún kom færandi hendi með köku, sýróp og kryddmauk, allt unnið úr rabarbara og allt dásamlega gott.

Tónlist í þættinum í dag:

Hann mun aldrei gleym’enni / Unun og Rúnar Júlíusson (Þór Eldon og Gunnar Hjálmarsson)

Debaser / Pixies (Black Francis)

Gigantic / Pixies (Black Francis & Kim Deal)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,