Mannlegi þátturinn

Bráðaskólinn, leikveturinn hjá Tjarnarbíói og Kári lesandi vikunnar

Bráðaskólinn sérhæfir sig annars vegar í skyndihjálparkennslu fyrir almenning og fyrirtæki og hins vegar í ýmsum sérhæfðum námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sérstaða skólans er einna helst allir kennarar eru heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við bráðar aðstæður í daglegum störfum sínum. Skólinn var stofnaður árið 2011 og hefur síðan þá haldið yfir 580 námskeið af ýmsu tagi og nemendurnir eru orðnir ríflega 7300 talsins. Eigendaskipti urðu á Bráðaskólanum sumarið 2024 og núverandi eigendur Bráðaskólans, hjónin Haukur Smári Hlynsson svæfingahjúkrunarfræðingur og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir á Bráðadeild LSH komu í þáttinn í dag.

Við ætlum skoða hvað verður á boðstólnum á leiksviðum leikhúsanna á komandi leikvetri. Við fáum forsvarsfólk leikhúsana til okkar næstu mánudaga og í dag reið á vaðið Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós. Hann sagði okkur frá því helsta sem verður boðið upp á í Tjarnarbíói í vetur.

Svo var það fyrsti lesandi vikunnar þetta haustið, það var Kári Valtýsson, lögfræðingu og rithöfundur. Hann var senda frá sér sína fjórðu bók, Hyldýpi, sem við fengum hann til segja okkur aðeins frá og svo fengum við auðvitað vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Kári talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Karítas án titils og Óreiða á Striga e. Kristínu Marju Baldursdóttur,

Dolores Claiborne e. Stephen King

Konuna í búrinu e. Jussi Adler Olsen

Síðasta freisting Krists e. Niko Kazantszakis,

Fight Club e. Chuck Palahniuk,

The Rules of Attraction e. Bret Easton Ellis,

og Charles Bukowski

Tónlist í þættinum í dag:

Einhversstaðar einhverntíma aftur / Ellen Kristjáns og Mannakorn (Magnús Eiríksson)

SOS ást í neyð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson)

The last farewell / Roger Whittaker

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

1. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,