Mannlegi þátturinn

Tolli og Batahús, barnabók um alzheimer og gamansýningin Lífið í Japan

Við kynntum okkur starfsemi Batahúss í þættinum í dag. Batahús var stofnað árið 2021 og veitir húsnæði, jafningjastuðning og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir fólk sem hefur lokið fangelsisvist og er stíga fyrstu skrefin til baka í samfélagið. Tolli Morthens, formaður stjórnar Bata, kom í viðtal og sagði okkur betur frá tilurð Batahúss, starfseminni og hugmyndafræðinni.

Svo fræddumst við um bókina Amma nammigrís, en í henni eru skemmtilegar og fyndnar sögur af ömmu, byggðar á sönnum atburðum, sagðar frá sjónarhorni barnabarns. Auk þess útskýrir bókin alzheimer sjúkdóminn á einfaldan hátt og hjálpar börnum skilja hvað það þýðir þegar ástvinur byrjar gleyma. Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir fjölskyldufræðingur er höfundur bókarinnar og hún sagði okkur betur frá henni í dag.

Svo var það gamansýningin Lífið í Japan, sem frumsýnd verður í Hannesarholti í næstu viku. Þar fer Stefán Þór Þorgeirsson yfir sína reynslu af því búa í Japan, en sagan byggir á raunverulegri reynslu Stefáns frá dvöl hans í Japan, í gegnum grín, tónlist og dans. Stefán Þór sagði okkur betur frá sinni reynslu og Japan hér í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Inn um gluggann / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague)

Þú átt mig ein / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Sukiyaki (Ue o muite aruko) / Kyu Sakamoto (Nakamura Hachidai & Rokusuke Ei)

Kæra sána / Faðir Stefán (Stefán Þór Þorgeirsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,