Mannlegi þátturinn

Bein útsending úr Múlabæ

Mannlegi þátturinn var sendur í dag út frá Síðumúla, nánar tiltekið úr Múlabæ dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja. Hugmyndin þessari fyrstu dagdvöl landsins varð reyndar til á ári aldraðra, 1982 en verkefnið þróaðist svo í samvinnu þriggja félagasamtaka og var Múlabær opnaður í janúar árið 1983, fyrsta dagdvöl landsins ætluð öldruðum.

Múlabær á sér farsæla sögu og hafa sömu aðilar staðið rekstrinum nánast frá upphafi. Í dag er stjórn staðarins skipuð af aðilum frá SÍBS, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

Við töluðum í dag við Þórunni Bjarney Garðarsdóttur, forstöðumann Múlabæjar, um starfsemina og sögu Múlabæjar sem varð 40 ára í fyrra. Svo töluðum við við Eddu Jónasdóttur,Sigurð Daníelsson og Ragnheiði Sigurðardóttur, sem öll nýta sér þjónustuna og dagdvölina.

Tónlist í þættinum í dag:

Áður oft ég hef / Haukur Morthens og Hljómsveit Sigurd Jansen (erlent lag, texti e. Egil Bjarnason)

Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Jón Sigurðsson og Ólafur Gaukur Þórhallsson, texti Indriði G Þorsteinsson og Ólafur Gaukur)

Sun aint gonna shine anymore / Walker brothers

Hringdansar / Kokkurinn (syrpa)/ Harmónikkutríó Jan Mórávek

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

8. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,