Við kíktum í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri og fovitnuðumst um hið öfluga félagsstarf sem þar fer fram hjá Skautafélagi Akureyrar. Þar vaxa upp leikmenn sem skila sér í íshokkífélög til dæmis í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku svo eitthvað sé nefnt. Við hittum framkvæmdastjórann Jón Benedikt Gíslason og tvo unga leikmenn.
Við fengum svo í dag vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn fjallaði að þessu sinni um þann leiða ávana margra, að dæma ýmislegt fyrirfram eftir útliti þess, við fengum nokkur dæmi frá Guðjóni og litla dæmisögu um rauðan sportbíl sem reyndist flagð undir fögru skinni. Að lokum fengum við ljóð frá Akureyrsku skáldi sem fjallar um mannsævina fram að þrítugu.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Soffía Karlsdóttir, leikkona og söngkona. Hún mun ásamt hljómsveit, í tilefni af 40 ára útgáfuafmælis plötu Bubba Morthens, Kona, flytja hana í heild á tónleikum á tónleikum um næstu helgi, auk þekktra laga eftir Leonard Cohen. En hún sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Soffía talaði um eftirtaldar bækur og höfunda:
Sögur úr Síðunni e. Böðvar Guðmundsson
Ljóð Leonard Cohen
Ljóð Káinn
Hýbýli vindanna og Lífsins Tré e. Böðvar Guðmunds
Fátækt fólk e. Tryggvi Emils
Selur kemur í heimsókn e. Deitch og Hlavatý
Sigrún fer á sjúkrahús e. Njörð P. Njarðvík
Páll Vilhjálmsson e. Guðrún Helgadóttir
Pollyanna e.Eleanor H. Porter
Tónlist í þættinum:
Haust / Elly Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Baldur Geirmundsson)
De Smukke Unge Mennesker / Kim Larsen (Kim Larsen)
Talað við gluggann / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON