Óvissan er mikil á húsnæðislánamarkaði, í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli sem höfðað var gegn Íslandsbanka. Stóru viðskiptabankarnir og nokkrir lífeyrissjóðir hafa dregið úr framboði verðtryggðra íbúðalána og í gær sagði Ingólfur Bender aðalhagfræðingur samtaka Iðnaðarins, í samtali við mbl.is, að stjórnvöld yrðu að koma að málinu til að eyða óvissu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna.
Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum í Álaborg í Danmörku, er tilnefnd til Kammaprisen 2025, sem eru verðlaun fyrir konur og þeirra störf í nýsköpun og viðskiptum í Danmörku, en hún vinnur við að þróa lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómum eins og MND, MS, Parkison og Alsheimer með nýrri aðferðafræði sem vakið hefur mikla athygli. Steinunn sagði okkur betur frá þessu öllu í dag, en hægt er gefa henni atkvæði fyrir Kammaprisen 2025 hér: https://www.facebook.com/kammaprisen
Það eru gular og appelsínugular viðvaranir í gangi á suðvestuhorninu og á suðurlandi. Snjórinn var því þema dagsins í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni. Einar fór yfir það í dag og svo talaði hann einnig um einnig um aðdragand snjóflóðsins á Flateyri, veðurstöðuna þá og hvort hugsanlega, eftir á að hyggja, þar hafi verið ein fyrsta birtingarmynd öfgaveðurs sem tengja má við loftslagsbreytingar.
Tónlist í þættinum í dag:
Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)
Fönn, fönn, fönn / Stuðmenn (Egill Ólafsson, texti Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon)
Þótt falli snjór / Jóhann Sigurðarson (Ágúst Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON