Mannlegi þátturinn

Jóhann og Edda föstudagsgestir og kjötsúpumatarspjall

Við vorum með tvo föstudagsgesti þessu sinni, tónlistarfólkið Edda Borg og Jóhann Helgason en þau verða saman á útgáfutónleikum Jóhanns í Bæjarbíói en hann er gefa út nýja sólóhljómplötu með nýjum lögum en það gerði hann síðast árið 1999. Jóhann og Edda kynntust fyrst þegar þau hittust í því einstaka og sögufræga hljóðveri Hljóðrita fyrir margt löngu síðan. Þau Jóhann og Edda tóku einnig lagið fyrir okkur, það var lifandi tónlistarflutningur og spjall með þeim í dag.

Matarspjallið var auðvitað á sínum stað, Sigurlaug Margrét kom í heimsókn með svuntuna bundna um mittið og beindi sjónum sínum kjötsúpunni, lambakjöti og öðrum súpum.

Tónlist í þættinum:

Karen / Bjarni Arason (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson)

Aðeins lengur - Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson)

She’s Done it Again / Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Andre Matza)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

10. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,