Mannlegi þátturinn

Ævisaga Óla Gränz, Glóð kertastjakinn og Sólveig lesandi vikunnar

Óli Gränz er eyjapeyi og grallari. Hann missti aleigu sína í Heymaeyjargosinu og ástarlíf hans var stundum umtalað í Eyjum. Hjá Óla hefur gleðin alltaf haft yfirhöndina en stundum hefur þó gefið á bátinn. Í ævisögu sinni segir hann á hispurslausan og skemmtilegan hátt frá lífshlaupi sínu sem er engu öðru líkt. Við hittum Óla og rifjuðum upp með honum áhuaverðar sögur.

Hingað komu svo tveir leikarar, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Erling Jóhannesson, en þau komu ekki til tala neitt um leiklistina, heldur sögðu þau okkur frá Glóð kertastjakanum, sem seldur er til styrktar Konukoti, en Ólafía Hrönn tilheyrir hópi leikhúslistakvenna sem selja kertastjakana á laugardaginn í Hjartagarðinum. Erling er líka gullsmiður og hann hannaði einmitt kertastjakann. Þau sögðu okkur betur frá þessu í þættinum.

Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur og rithöfundur, en hún var senda frá sér bókina Móðurlíf II, framhald af bókinni Móðurlíf, sem var örsagnasafn um allar mögulegar og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. Við fengum hana til þess segja okkur um nýju bókina og svo auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Hver á mig? e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur

Jórvík e. Þorstein frá Hamri

Ireland in Iceland e. Manchán Magan

On Writing e. Stephen King

Antarctica e. Claire Keegan

Ferð Eiríks til Ásgarðs og Ferð Eiríks til Jötunheima e. Lars Henrik Olsen

Tónlist í þættinum í dag:

Jólasnjór / Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms (Livingston & Evans, texti Jóhanna G. Erlingsson)

Jólin held ég heima / Ellen Kristjánsdóttir (Walter Kent & Kim Gannon, texti Hinrik Bjarnason)

Jólastafrófið / Helgi Björnsson (Kaye & Loman, texti Kári Waage)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

8. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,