• 00:07:25Anna Hulda - að vera vegan
  • 00:31:53Ásdís og Edda - dagskrá um Bríeti og Hannes

Mannlegi þátturinn

Anna Hulda um Veganúar og Ásdís og Edda um Bríeti, blómin og Hannes

Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar sem er hafinn. Samtökin leggja áherslu á búa til sem minnstan núning í daglegu lífi fólks og hvetja því til þess fólk byrji á prófa skipta út kunnuglegum hráefnum í sínu mataræði, frekar en umturna því alveg yfir nótt. Anna Hulda Ólafsdóttir, verkfræðingur og yfirmaður loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, er í stjórn samtakanna en hún hefur verið vegan frá 2015. Hún kom í þáttinn og sagði okkur frá sinni vegferð og hún hefur til dæmis velt mikið fyrir sér hvernig veganismi virkar fyrir fólk sem er í íþróttum eða í mikilli þjálfun, enda hefur hún verið keppnismanneskja í CrossFit lengi.

„Bríet, blómin og Hannes“ er yfirskrift dagskrár sem verður flutt í Hannesarholti laugardaginn 24. jan. í tilefni þess í ár eru 170 ár frá því Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist. Dagskráin fjallar um vináttu Bríetar, kvenréttindakonu, blaðamanns og ritstjóra Kvennablaðsins og Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands. Æska þeirra og kjör voru ólík og því magnað hvernig lífsþræðir þeirra spunnust saman, meðan bæði lifðu, en vinátta þeirra og samstarf hafði mikil áhrif á þróun kvenréttinda á Íslandi. Ásdís Skúladóttir, leikstjóri og handritshöfundur kom í þáttinn ásamt Eddu Þórarinsdóttur leikkonu.

Tónlist í þættinum:

Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)

I have a dream / Abba (Benny Anderson og Björn Ulvaeus)

It was you / Norah Jones (Norah Jones)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,