Mannlegi þátturinn

Dýravernd á Íslandi, Spilakvöld á miðvikudögum og tangóhátíð í Reykjavík

Við fræddumst í dag um Ingunni Einarsdóttur frumkvöðul í baráttu fyrir velferð dýra á Íslandi. Hún fæddist árið 1850 og hvatti til dæmis til stofnunar dýraverndarfélagsins, sem heitir í dag Dýraverndarsamband Íslands. Hún hafði líka forgang um félagið gæfi út rit til fræða almenning um velferð dýra. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambandsins og hestafræðingur, var hjá okkur og sagði okkur betur frá Ingunni og dýravernd á Íslandi.

Tryggvi Björgvinsson, titlaður spilameistari, ætlar bjóða upp skemmtilega nýjung á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal; vikuleg borðspilakvöld fyrir fullorðna (16 ára og eldri) á miðvikudögum milli kl. 19:30-21:30. Tryggvi er einarður borðspilaáhugamaður úr Grafarholtinu og hefur verið viðloðandi spilamennsku frá barnsaldri. Í dag á hann borðspilasafn sem gerir honum kleift spila mismunandi spil hvern einasta dag almanaksársins.

lokum kynntum við okkur Tangófélagið, sem heldur upp á 25 ára afmælið með þriggja daga tangóhátíð í Kramhúsinu og Iðnó. Þau Bergljót Arnalds og Hlynur Helgason komu í þáttinn og sögðu okkur frá félaginu og tangó á Íslandi.

Tónlist í þættinum í dag:

Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason og Jón Jónsson (Jón Jónsson)

Dýravísur / Guitar Islancio

You Don't Have to Say You Love Me / Dusty Springfield (Pino Donggio, Simon Napier-Bell, V-Pallavicini og Vicky Vickham)

The Tango of Love and Hate / Bergljót Arnalds (Bergljót Arnalds)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

10. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,