Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heldur á morgun og hinn daginn mikla námsstefnu, Á vakt fyrir Ísland, sem er mikilvægur vettvangur fræðslu, umræðu og samvinnu fyrir þau fjölmörgu sem starfa við viðbragðs- og björgunarstörf hér á landi. Bjarni Ingimarsson formaður landsambandsins ætlar að segja okkur betur frá þessu hér rétt á eftir.
Danshópurinn Sporið sýnir íslenska þjóðdansa við ýmis tækifæri og var stofnaður var á Hvanneyri árið 1995 og á sér rætur í enn eldri hópi sem þar starfaði. Megintilgangur hópsins er að iðka og kynna íslenska þjóðdansa, sem eru hverfandi en engu að síður afar mikilvægur hluti menningararfs landsins. Danshópurinn Sporið hefur lagt sitt af mörkum til miðlunar þessarar hefðar í allmörg ár og nýjustu tíðindi eru þau að yngra fólkið er að sækja í þennan félagsskap. Guðrún Jónsdóttir er á leiðinni til okkar úr Borgarfirðinum og sest hjá okkur í spjall á eftir.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu kemur til okkar í dag enda fastur gestur hjá okkur á fimmtudögum. Í dag ætlar hann að halda aðeins áfram að tala um hlutverk í fjölskyldum.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-10-16
CLUB DES BELUGAS - A men's scene Kynningarlag Mannlega þáttarins.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Anna Vilhjálms, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Ég bíð við bláan sæ.
Grettir Björnsson - Austfjarðaþokan.
CLUB DES BELUGAS - A men's scene Kynningarlag Mannlega þáttarins.