Í síðustu viku fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kveikur um málin sem komið hafa upp í leikskólanum Múlaborg, þar sem starfsmaður skólans hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í þættinum kom fram að meira en ári áður en það mál kom upp tilkynnti móðir annars barns á leikskólanum grunsemdir um að dóttir hennar hefði verið misnotuð kynferðislega. Henni finnst kerfið hafa brugðist. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hefur mikla reynslu af þessum málaflokki og við fengum hana til að fara með okkur yfir áhrif og langtíma afleiðingar kynferðisofbeldis gegn ungum börnum.
Vandalaust er ráðgjafastofa sem sérhæfir sig í greiðsluerfiðleikamálum með það að markmiði að koma fólki sem átt hefur í þessum vanda á réttan kjöl. Kristín Eir Helgadóttir ráðgjafi Vandalaust er viðskiptafræðingur og er á lokametrunum í markþjálfanámi. Hún hefur unnið í fjármálastofnunum í 15 ár með sérhæfingu í greiðslerfiðleikamálum m.a. síðustu tvö ár sem greiðsluerfiðleikaráðgjafi og verkefnastjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Valgerður Húnboga lögfræðingur, en hún heldur utan um tvo bókaklúbba á Akureyri. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Valgerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
El Descontento e. Beatriz Serrano
Poor e. Katriona O´Sullivan
Wedding People e. Alison Enspach
Hildar-bækurnar e. Sato Rämö
Anna í Grænuhlíð, Emma í Mánalundi e. L.M. Montgomery
Ferðabækur George Orwell
Tónlist í þættinum í dag:
Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson, Bjartmar Guðlaugsson)
Fjaran / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson)
Þú ert / Sigríður Thorlacius og Sönghópurinn við Tjörnina (Tómas R. Einarsson, texti Sigurður Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON