• 00:07:10Einar Örn Jónss - stórmót í handbolta fyrr og nú
  • 00:37:10Matarspjallið - hrogn, nætursaltaður fiskur ofl.

Mannlegi þátturinn

Einar Örn og föstudagshandboltaspjall í tilefni EM og hrogn í matarspjalli

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðmaður í handbolta. Hann er staddur í Kristianstad í Svíþjóð, hvaðan hann mun lýsa í beinni útsendingu fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á móti Ítalíu á Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þjóðin fylgist alltaf spennt með þegar íslenska landsliðið keppir á stórmótum og væntingarnar eru yfirleitt meiri í handbolta en í flestum öðrum liðsíþróttum, enda hefur landsliðið náð virkilega góðum árangri aftur og aftur. En því fylgir auðvitað pressa og það var gaman ræða við Einar Örn um þá reynslu sem hann hefur persónulega af því taka þátt í svona mótum sem leikmaður og svo lýsa leikjunum ofan úr stúku. Og svo fengum við hann auðvitað til spá aðeins í gengi strákanna okkar á þessu móti og hann var bara nokkuð jákvæður.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Í þetta sinn voru það hrogn, nætursaltaður fiskur og hvernig á undirbúa veislu samkvæmt næstum fimmtíu ára gamalli matreiðslubók.

Tónlist í þættinum:

Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson, texti Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Gerum okkar besta / Valgeir Guðjónsson og íslenska karlalandsliðið í handbolta 1988 (Valgeir Guðjónsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

16. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,