• 00:05:23Bjarki Þór og Soffía - Adolescence og unga fólkið
  • 00:37:03Ellen og Geirþrúður - Rauða fjöðrin

Mannlegi þátturinn

Veruleiki unga fólksins út frá Adolescence þáttunum og Rauða fjöðrin

Sjónvarpsþættirnir Adolescence á Netflix hafa náð metáhorfi um allan heim og vakið athygli á slæmri líðan og stöðu ungmenna í dag. Þættirnir sýna fram á þau eru ekki hólpin innilokuð í herbergjum sínum fyrir framan skjá, því þar getur umræða til dæmis kvenhaturshópa á borð við INCEL hugmyndafræðina rutt sér inn í hugarheim ungmenna og haft mikil áhrif á tjáskipti þeirra heimssýn. Við fræddumst í þættinum um INCEL hugmyndafræðina, upphaf hennar og hversu áhrifamikil hún er verða og ræddum í því samhengi um líðan íslenskra ungmenna og hvernig er tekið á stöðunni í skólakerfinu hér á landi og ekki síst inni á heimilunum. Við fengum Bjarka Þór Gröndfeldt stjórnmálasálfræðing, sem hefur rannsakað og skrifað um Incel hreyfinguna, og Soffíu Ámundadóttur sem er kennari og knattspyrnuþjálfari til fjölmargra ára.

Lions hreyfingin hóf í dag sölu á Rauðu fjöðrinni, við helstu verslunarkjarna landsins og víðar til styrktar Píeta samtökunum og fovarnarverkefnis þeirra fyrir ungt fólk. En samtökin ætla bjóða öllum framhaldsskólanemum á landinu upp á fræðslu um mikilvægi geðræktar og geðheilbrigðis. Áhersla er lögð á mikilvægi þess styðja við geðheilsu ungs fólks og vekja með þeim von og kenna þeim bjargráð þegar lífið virðist erfið áskorun. Ellen Calmon framkvæmdastýra Píeta samtakanna og Geirþrúður Fanney Bogadóttir, fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, komu í þáttinn í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Viltu vitrast / Samaris (Jófríður Ákadóttir, Þórður Kári Steinþórsson, texti Steingrímur Thorsteinsson)

Allur lurkum laminn / Bubbi Morthens (Hilmar Oddsson)

Horfðu til himins / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson, texti Daníel Ágúst Haraldsson)

UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,